16 September 2009 12:00
Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjórans vill vara við atvinnuauglýsingu sem birtist í Morgunblaðinu, dagana 19. og 29. ágúst og 8. september, undir yfirskriftinni Job opportunity
Eftir að umsækjendur setja sig í samband við auglýsendur er þeim sendur tékki til að skipta í íslenskum bönkum. Þá eru þeir beðnir að senda meginhluta andvirðisins á heimilisfang í Nígeríu, með Western Union, en halda þeirri upphæð sem eftir er fyrir sig. Talið er víst að tékkar sem hér eru notaðir séu falsaðir og með öllu verðlausir.
Minnt er á að í þeim tilvikum sem íslenskur banki innleysir tékka gengst viðskiptavinurinn í ábyrgð fyrir andvirði hans. Látið þessari auglýsingu ósvarað.