26 September 2017 16:40
Þar sem veðurspá gerir ráð fyrir óvenjumikilli úrkomu á Austurlandi næsta sólarhringinn vill lögregla koma því á framfæri til fólks að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu. Spáð er óvenjumikilli úrkomu sem byrjar í kvöld og nótt og eykst smám saman og nær hámarki í fyrramálið. Samfara svona mikilli rigningu má búast við töluverðum vatnavöxtum í ám og lækjum auk þess sem aukin hætta er á grjót- og skriðuföllum. Vegfarendum er bent á að kynna sér vel færð á vegum sem og veðurspá áður en haldið er af stað.