23 Júní 2012 12:00
Lögreglan á Suðurnesjum hefur á undanförnum dögum haft afskipti af tíu ökumönnum sem óku yfir leyfilegum hámarkshraða. Sá sem hraðast ók, tæplega fertugur karlmaður, mældist á 138 kílómetra hraða á vélhjóli sínu þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Annar ók á 89 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 50 kílómetrar á klukkustund. Fimm ökumenn reyndist ekki vera með öryggisbelti spennt við aksturinn.
Aukið umferðareftirlit á Suðurnesjum
Lögreglan á Suðurnesjum verður í sumar með sérstakt umferðareftirlit í umdæminu, í samvinnu við Vegagerðina og ríkislögreglustjóra. Lögð verður áhersla á eftirlit með hraðakstri, öðrum brotum á umferðarlögum og sýnilega löggæslu. Þá verður fylgst náið með fleiri atriðum svo sem frágangi á farmi, búnaði eftirvagna og fleiru. Hinu aukna eftirliti verður meðal annars haldið úti á Reykjanesbraut, Grindavíkurvegi, Suðurstrandarvegi, Garðskagavegi, Sandgerðisvegi og Miðnesheiðarvegi.