2 Desember 2016 10:01
Á annan tug umferðaróhappa voru tilkynnt lögreglunni á Suðurnesjum í vikunni. Tvær bifreiðir skullu saman á Bónusplaninu í Njarðvík. Annar ökumannanna viðurkenndi neyslu á fíkniefnum og jafnframt að vera ekki með ökuréttindi. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar kenndi eymsla og fór á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar.
Þá missti ökumaður stjórn á bifreið sinni á Reykjanesbraut með þeim afleiðingum að hún hafnaði á vegriði. Bifreiðin var óökufær og ökumaður slapp ómeiddur.