6 Október 2014 12:00
Heildarfjöldi hraðakstursbrota í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á tímabilinu 16. maí til 15. september var 503 brot. Á þessu tímabili stóð yfir átaksverkefni lögreglu og vegagerðarinnar er varðar sérstakt umferðareftirlit. Innan ramma þess verkefnis eru skráð 383 hraðakstursbrot af ofangreindum brotafjölda. Utan verkefnisins eru því 120 brot kærð vegna hraðaksturs. Hraðast ók ökumaður á mótorhjóli, sem mældist á 206 km, þar sem hámarkshraði er 90 km. Næstmesti hraði mældist 167 km. þar sem hámarkshraði er einnig 90 km. og var þar á ferðinni ökumaður bifreiðar. Ofangreind brot féllu bæði undir sérstaka umferðareftirlitið.