13 Október 2014 12:00
Karl og kona voru stöðvuð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðdegis síðastliðinn föstudag vegna gruns um að skilríki sem þau framvísuðu væru ekki í lagi. Bæði höfðu þau framvísað grískum vegabréfum og kennivottorðum. Við skoðun kom í ljós að vegabréfin voru breytifölsuð og kennivottorðin grunnfölsuð. Lögreglan á Suðurnesjum handtók því parið og færði það á lögreglustöð. Mál fólksins er komið í hefðbundið ferli.