15 Apríl 2014 12:00
Skráðum innbrotum hefur farið fækkandi síðastliðin ár. Flest innbrot eiga sér stað á höfuðborgarsvæðinu, enda langflestir íbúar þar. Þegar landsbyggðin er tekin út sérstaklega má sjá að þróunin hefur verið á sama veg þar.
Ef litið er til síðustu tveggja ára, má sjá að flest innbrot á landsbyggðinni áttu sér stað á fyrri hluta árs (á líka við um höfuðborgarsvæðið).
Sjá afbrotatíðindi ríkislögreglustjóra fyrir mars hér.