15 Nóvember 2013 12:00
Tilkynnt var um að bifreið hefði lent utan vegar við Drottningarbraut, og hafnað út í sjó. Er lögreglumenn komu á vettvang var ökumaður ennþá inni í bifreiðinni og var með sjó upp á mitti. Vegfarendur höfðu vaðið út í sjóinn til að huga að ökumanninum sem var með meðvitund en illa áttaður. Af ótta við að bifreiðin myndi fljóta lengra út höfðu nokkrir vegfarendur bundið spotta í bifreiðina og í aðra bifreið í landi. Lögreglumenn náðu að komast inn í bifreiðina og náðu að losa ökumann og var hann svo borinn í land eftir að búið var að ganga úr skugga um að hann væri ekki mikið slasaður. Hann var síðan fluttur á fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.