19 Júlí 2013 12:00
Í tilefni af fréttaflutningi RÚV þann 15. júlí s.l. vill lögreglustjórann á Suðurnesjum koma eftirfarandi á framfæri.
Halli fyrri ára veldur misskilningi
Í frétt RÚV var gefið til kynna að Ríkisendurskoðun mælist til þess að fjárlaganefnd óski eftir svari ráðherra um hvenær og hvernig fjármálastjórn Lögreglustjórans á Suðurnesjum og tveggja annarra stofnana verði komið í lag.
Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar á þetta við aðrar tilgreindar stofnanir sem getið var um fyrr í fréttinni.
Í árslok 2008 var halli embættisins rúmar 186 m.kr. en í lok árs 2012 tæpar 140 m.kr. Frá árinu 2009 hefur embættið alltaf verið innan fjárheimilda, að frátöldum hallanum og því greitt rúmar 46 m.kr. upp í hallann. Á sama tíma hefur embættið gengið í gegnum 17% niðurskurð eins og önnur lögregluembætti og að auki tekist á við verulega aukningu farþega um Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Með hliðsjón af framangreindu telur lögreglustjórinn á Suðurnesjum að fjármálastjórn embættisins hafi verið komið í lag þegar á árinu 2009.