25 Júní 2013 12:00
Afbrotatíðindi ríkislögreglustjóra fyrir maímánuð eru nú komin út. Þar kemur fram að hraði yfir leyfilegum hámarkshraða hefur aukist síðustu ár, þegar miðað er við janúar-maí ár hvert.
Meðalfrávik frá leyfðum hámarkshraða þar sem hámarkshraðinn er 30 og 70 km/klst hefur aukist stöðugt milli ára frá 2011 og aukningu má sjá þar sem hámarkshraðinn er 90 km/klst hvort sem miðað er við árið 2011 eða 2012. Þessa hraðaaukningu er ekki að sjá þar sem hámarkshraðinn er 50 km/klst.
Afbrotatíðindin í heild sinni má nálgast hér.