16 Maí 2013 12:00
Fimm lögregluhundaþjálfarar frá norsku lögreglunni, nánar tiltekið frá Norður-Þrændalögum, komu hingað til lands á dögunum til að heimsækja starfsfélaga og kynnast landi og þjóð í nokkra daga. Tveir þeirra störfuðu áður með yfirhundaþjálfara embættis ríkislögreglustjóra í Noregi en góð samvinna er á milli landanna á þessu sviði löggæslunnar sem öðrum.
Norsku hundaþjálfararnir fengu að sjá íslenska lögregluhunda að störfum og tóku þátt æfingum. Þeim þótti mikið til gæða hundanna koma og lýstu ánægju sinni með það góða samstarf sem hefur tekist á milli landanna. Auk þess að skoða hundana heimsóttu Norðmennirnir Lögregluskóla ríkissins þar sem þeim var kynnst starfsemin. Þá var embætti ríkislögreglustjóra heimsótt og fengu gestirnir kynningu á starfsemi þess auk þess sem þeim var sýnd aðstaða sérsveitarinnar. Íslenskir starfsfélagar buðu síðan upp á hellaskoðunarferð og kvöldmáltíð.