4 Mars 2013 12:00
Tveir meðlimir vélhjólagengisins Hells Angels voru stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli á föstudaginn. Mennirnir tveir voru hingað komnir vegna tveggja ára afmælishátíðar vélhjólagengisins Hells Angels, eða Vítisengla, hér á landi, sem fram fór um helgina. Annar þeirra er verðandi meðlimur Hells Angels í Rúmeníu, en hinn fullgildur meðlimur HA- klúbbs í Noregi. Lögreglan á Suðurnesjum handtók mennina og tók Útlendingastofnun síðan ákvörðun um að frávísa þeim.