26 Febrúar 2013 12:00
Á dögunum kom hópur fangavarða í heimsókn til sérsveitar ríkislögreglustjóra, Víkingasveitarinnar. Fangaverðirnir voru á starfsdegi og höfðu óskað eftir því að fá að kynningu á starfsemi sveitarinnar. Eftir kynningu á sögu sveitarinnar og um starfsemina var farið um aðstöðuna þar sem tæki og tól voru skoðuð. Sérsveit ríkislögreglustjóra sinnir allri almennri löggæslu á sólarhringsvöktum og á góð samskipti við önnur lögregluembætti og ýmsar stofnanir. Sveitin þarf oft á tíðum að flytja fanga milli staða og á því gott og náið samstarf við fangaverði. Þjálfarar sérsveitar ríkislögreglustjóra hafa komið að þjálfun fangavarða og æft viðbrögð við atvikum í fangelsum.