8 Janúar 2013 12:00
Lögregluhundurinn Klettur, sem starfar hjá ríkislögreglustjóra, var fenginn til þess að skima allan jólapóst sem sendur var með flugi frá Keflavíkurflugvelli í desember. Hundurinn hefur staðið sig vel við leit að sprengiefnum, sem er hans sérhæfing sem lögregluhundur. Klettur kom vel út við þessa sprengiefnaleit og var mjög áhugasamur. Klettur vinnur verkið á mun skemmri tíma en annars hefði verið og því um mikinn vinnusparnað að ræða. Lögregluhundurinn er kærkominn viðbót við þau úrræði sem sprengjusérfræðingar ríkislögreglustjóra hafa til þess að finna og staðsetja sprengiefni.