14 Janúar 2013 12:00
Embætti ríkislögreglustjóra hefur tekið saman bráðabirgðatölur um fjölda brota á landinu öllu fyrir árið 2012. Meðal þess sem kemur fram er að hegningarlagabrot voru 11.873, eða 6% færri en árið 2011 en þar hefur fækkun auðgunarbrota mest áhrif. Hegningarlagabrot hafa aldrei verið færri síðan skráning brota á landsvísu hófst, við lok síðustu aldamóta.
Þegar litið er til tímabilsins 2009 til 2012 ber helst að nefna að orðið hefur fækkun á auðgunarbrotum, eignaspjöllum og tilvikum um nytjastuld. Fíkniefna- og kynferðisbrotum hefur hins vegar fjölgað.
Samantektina má nálgast hér.