19 Desember 2012 12:00
Gerendur í manndrápsmálunum á árunum 1998 til 2011 voru mun oftar karlar en konur, eða 81%. Yngsti gerandinn var 21 árs og sá elsti 45 ára. Meðalaldur þeirra var 31 ár.
Árið 2011 voru þrjú manndráp framin, öll á höfuðborgarsvæðinu. Manndráp voru færri síðustu ár en árið 2011, tvö árið 2010, eitt árið 2009 og ekkert árið 2008. Á mynd 4 má sjá fjölda manndrápa greint eftir kyni þolanda árin 1998 til 2011 en í öllum þessum manndrápsmálum var eitt fórnarlamb í hverju máli. Fleiri karlmenn voru þolendur á tímabilinu, eða 17 karlar á móti 9 konum. Aldur þolanda á þessu tímabili var breytilegur, yngsti þolandinn var nýfætt barn og sá elsti áttræður. Meðalaldur þolenda var hærri en meðalaldur gerenda eða 37 ár.
Fjöldi manndrápa frá árinu 1998 til ársins 2011, greint eftir kyni geranda.
Upplýsingar þessar um manndrápsmál, ásamt afbrotatölfræði um fleiri brotaflokka, verða birt í skýrslunni Afbrotatölfræði 2011 sem kemur út á næstu dögum. Skýrslan er gefin út af ríkislögreglustjóra og þar eru birtar staðfestar tölur um afbrot fyrir allt landið árið 2011.