22 Nóvember 2012 12:00
Afbrotatíðindi fyrir októbermánuð eru komin út. Þar eru birtar tölur um brot fyrir októbermánuð auk þess sem í hverjum afbrotatíðindum er beint sjónum að ákveðnum brotaflokki sem hefur verið í umræðunni eða talið er gagnlegt að fjalla um sérstaklega.
Í októbermánuði var sjónum sérstaklega beint að þjófnaðarmálum. Í afbrotatíðindunum októbermánaðar kemur m.a. fram að yfir helmingur þjófnaðarmála voru hnupl (22%), þjófnaður á farsímum (18%) og þjófnaður á reiðhjólum(15%). Þá voru 7% þjófnaða á eldsneyti, 2% þjófnaða á skráningarmerkjum ökutækja og 1% þjófnaðir á ökutækjum. Um 35% þjófnaðarmála féllu undir flokkunina þjófnaðurannað en þar undir falla aðrir þjófnaðir en þeir sem falla undir fyrrgreinda flokka.