4 September 2012 12:00
Lögreglunni á Suðurnesjum barst í gær tilkynning um innbrot í áhaldahúsið í Vogum. Þaðan hafði tveimur loftpressum verið stolið úr áhaldageymslu golfklúbbsins á Vatnsleysuströnd. Þá hafði bensínorfi einnig verið stolið. Sá eða þeir sem þarna voru að verki höfðu brotið niður hurð á vesturhlið hússins og komist inn með þeim hætti. Lögregla beinir þeim tilmælum til þeirra sem kunna að búa yfir upplýsingum um málið að hafa samband í síma 420-1800.
Eggin gleymdust á eldavél
Lögreglunni á Suðurnesjum barst í nótt tilkynning um að mikil reykjarlykt væri í stigagangi fjölbýlishúss í umdæminu. Þegar lögreglumenn komu á staðinn var mikil brunalykt þar og reyndist hana leggja frá potti á eldavél í einni af íbúðunum. Húsráðandi hafði verið að sjóða sér egg seint í gærkvöld og sofnað út frá eldamennskunni með þeim afleiðingum að eggin brunnu við. Hann kvaðst sjálfur myndu reykræsta íbúð sína.