31 Ágúst 2012 12:00
Lögreglan er, sem endranær, með viðbúnað vegna fjölskylduhátíðarinnar Ljósanætur sem nú er hafin í Reykjanesbæ. Öryggisnefnd, skipuð fulltrúum þar til bærra stofnana, svo og félagasamtaka, hefur unnið náið með Ljósanæturnefndinni að undirbúningi hátíðarinnar í þeim tilgangi að tryggja öryggi gesta með sem allra bestum hætti. Lögregla bendir á að á föstudagskvöld og laugardag frá hádegi fram á kvöld, verður miðbærinn lokaður fyrir allri umferð. Gestum er bent á að leggja bílum sínum löglega og þar sem þeir eru ekki fyrir eða öðrum til óþæginda. Þá er það góður kostur fyrir þá, sem tök hafa á, að fara fótgangandi í bæinn. Loks minnir lögregla á að samvera foreldra og barna er ein besta forvörnin sem völ er á.
Örugg ljósanótt
Kort af hátíðarsvæði ljósanætur