16 Mars 2012 12:00
Lögreglumenn á Selfossi lögðu hald á 600 grömm af kannabis í húsleit á Selfossi í fyrradag. Grunur hafði verið uppi um að í húsinu væri stunduð kannabisræktun. Fíkniefnahundurinn Buster gaf vísbendingu um að í húsinu væru fíkniefni. Húsráðandi var ekki heima þegar lögreglu bar að garði. Hann var handtekinn á vinnustað sínum. Maðurinn viðurkenndi strax að vera með efni í íbúð sinni sem hann hefði verið með í ræktun síðustu mánuði en væri búinn að taka niður plönturnar og kannabisefnin tilbúin til neyslu. Við yfirheyrslu gaf maðurinn þá skýringu að hann hefði verið í fjárhagsvandræðum og hafi ætlað að bæta úr þeim með því að selja efnið. Málið er að fullu upplýst og verður sent ákæruvaldi til framhaldsmeðferðar. Áætla má að götuverð efnanna sem voru haldlögð leggi sig á rúmar tvær milljónir króna. Það sem af er þessu ári hefur lögreglan á Selfossi upplýst fimm stórfelld fíkniefnamál sem af er þessu ári á móti tveimur allt síðastliðið ár.