8 September 2011 12:00
Að venju hefður lögreglan á Akureyri haldið uppi eftirliti m.a. með ökuhraða við skóla bæjarins í upphafi þessa skólaárs. Til þess hefur hún notað merkta sem ómerkta bíla og þá einnig verið með færanlega hraðamyndavél sem hefur sýnt það glögglega að ökuhraði er ekki alltaf í samræmi við lög og reglur. Til að mynda þá hafa um 50 ökumenn verið myndaðir nú sl. daga á götum við grunnskólana þar sem hámarkshraði er 30 km/klst. og hefur ökuhraði þeirra verið allt að 80 km/klst. Athygli hefur vakið að almennt eru þessir ökumenn einnig foreldrar barna sem ganga til skóla í viðkomandi skólahverfi og vilja eflaust að öryggi barnanna sé sem mest á leið þeirra til og frá skóla, þannig að ljóst er að ekki fylgir alltaf hugur máli í þessum efnum.
Þá viljum við minna á að í gær hófst verkefnið “ Göngum í skólann “ og má því vænta enn frekari fjölda barna á leið til og frá skóla gangandi eða á hjólum sínum.