2 Desember 2010 12:00
Hinn 1. júlí sl. fól dómsmála- og mannréttindaráðuneytið embætti ríkislögreglustjóra að gera úttekt á ofbeldi gegn lögreglumönnum og setja fram tillögur eða gera viðeigandi ráðstafanir til að auka öryggi lögreglumanna. Í erindi ráðuneytisins er m.a. óskað eftir upplýsingum um fjölda ofbeldisbrota og stöðu málanna í refsivörslukerfinu; um búnað lögreglunnar og hvort nauðsynlegt sé að bæta hann; um fjölda lögreglumanna og hvort lögreglan sé of fáliðuð til að mæta ofbeldismönnum í samfélaginu. Einnig óskaði ráðuneytið eftir upplýsingum hvort lögreglumenn sem hafa orðið fyrir ofbeldi við skyldustörf hafi hlotið varanlegan skaða.
Greinargerðina má nálgast hér.