3 Júní 2010 12:00
Í dag handtók lögreglan í Vestmannaeyjum mann á sextugsaldri, sem var að koma með Herjólfi til Eyja og fundust 30 grömm af hassi í fórum hans. Efnin voru haldlögð og er maðurinn í fangageymslu á meðan málið er í rannsókn.
Í gærkveldi fundust 5 skammtar af amfetamíni á víðavangi og voru efnin í söluumbúðum. Ekki hefur tekist að finna eigendur að efnunum.
Á þriðjudaginn var maður á fimmtugsaldri stöðvaður á götu í Vestmannaeyjum grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Við prófun reyndist hann hafa neytt kannabisefna og var handtekinn í kjölfarið og við húsleit í húsakynnum í hans eigu fannst lítilsháttar af kannabisefnum.
Þá var einn ökumaður stöðvaður í Vestmannaeyjum síðastliðna nótt grunaður um ölvun við akstur.