16 Júní 2010 12:00
Afbrotatölfræði fyrir maí hefur nú verið birt á vef ríkislögreglustjóra www.rls.is/tolfraedi. Þar má m.a. sjá yfirlit yfir fjölda hegningarlaga-, umferðarlaga- og fíkniefnabrota.
Fjöldi hegningarlagabrota í maí hafa ekki verið fleiri síðastliðin 6 ár. Fíkniefnabrotum fjölgar um meira en 50% milli ára, en þau voru óvenju fá árið 2009. Húsbrotum fer fjölgandi ár frá ári og eru nú um 53% fleiri fyrstu fimm mánuði ársins samanborið við sama tíma árið 2008. Brotum gegn valdstjórninni fer fækkandi og eru nú um 38% færri fyrstu fimm mánuði ársins samanborið við sama tíma árið 2008.
Skýrsluna má nálgast hér.