16 Júní 2010 12:00
Í dag fer nýr lögreglubíll í umferð á Eskifirði. Tegundin er Skoda Scout, disel, 4×4, og er þetta fyrsti bíll sinnar tegundar sem fer merktur til lögreglunnar. Í bílnum er hefðbundinn og fullkominn búnaður til umferðareftirlits, svo sem Golden Eagle radar, Eyewitness mynd- og hljóðupptökutæki, Tetra Cleartone og Vhf talstöðvar, ferilvöktunar- og staðsetningartæki.
Á bílnum er ný tegund af ljósaboga sem gefur mikið og sterkt ljósmagn í forgangsakstri (ledljós). Ljósaboginn hefur mun minni straumþörf og loftmótstöðu en eldri gerð af ljósum. Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra vonar að bíllinn muni reynast vel við þær aðstæður sem lögreglumenn starfa í umdæminu.