21 Nóvember 2014 16:22
Í gærkveldi gerði lögreglan í Vestmannaeyjum húsleit í einu húsi í bænum vegna gruns um að þar væru aðilar með fíkniefni. Við leit í húsinu fannst nokkuð magn af maríhúana eða um 83 grömm. Lögreglan naut aðstoðar fíkniefnahundsins Lunu og merkti hún við stað í íbúðinni þar sem mestur hluti efnanna fannst. Tveir menn voru því handteknir, annar þeirra er húsráðandi. Hann neitaði að eiga efnin eða vita eitthvað um tilurð þeirra í húsinu. Hinn aðilinn viðurkenndi að eiga hluta af efninu en sagði það til eigin nota. Þeir voru báðir færðir í fangageymslu og gistu þar í nótt vegna rannsóknar á málinu. Þeir hafa báðir komið við sögu vegna fíkniefnamála.