19 Apríl 2010 12:00
Afbrotatölfræði fyrir mars hefur nú verið birt á vef ríkislögreglustjóra www.rls.is/tolfraedi. Þar má m.a. sjá yfirlit yfir fjölda hegningarlaga-, umferðarlaga- og fíkniefnabrota.
Um leið og vorar má sjá sífellt fleiri á reiðhjólum. Samhliða fer þjófnuðum á þessum farartækjum fjölgandi. Á árinu 2009 voru skráðir 787 reiðhjólaþjófnaðir. Flestar tilkynningar voru yfir sumarmánuðina eða 516 talsins. Brotunum fækkar yfir vetrarmánuðina og eru í lágmarki í desember. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hafa 93 reiðhjólaþjófnaðir verið tilkynntir. Nú þegar líður að sumri er mikilvægt að huga að reiðhjólunum og gæta þess að skilja þau ekki eftir ólæst.
Skýrsluna má nálgast hér.