3 Júlí 2009 12:00

Nú fer í hönd ein mesta umferðarhelgi sumarsins og má búast við mikilli umferð út úr höfuðborginni strax í dag.  Reynslan sýnir að unga fólkið, sem nú er í sumarvinnu, fer oft í ferðalag um fyrstu helgina í júlí og hittist jafnvel á útivistarsvæðum víða um land.  Má því búast við að ungir ökumenn með litla akstursreynslu verði á ferðinni á þjóðvegum.   

Það er alltaf að koma betur í ljós að sýnileg löggæsla er til þess fallin að draga úr ökuhraða og hún hefur því mikið forvarnargildi.  Munu lögregluembættin hafa samvinnu um aukið umferðareftirlit um þessa helgi. 

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að styrkja lögregluembættin með sérstöku eftirliti á Vesturlandsvegi, með áherslu á Kjalarnesið, og á Suðurlandsvegi, en á þessum leiðum er umferð jafnan þyngst.  Þá verða lögreglumenn frá embættinu í einni af þyrlum Landhelgisgæslunnar sem aðstoðar við umferðareftirlit á laugardag og sunnudag.  Gefst þannig tækifæri til að fylgjast með hvar umferð er mest og haga löggæslunni samkvæmt því. 

Í meðfylgjandi töflu frá Vegagerðinni má sjá að umferð var mun meiri um síðustu helgi en á sama tíma í fyrra. 

Umferð, síðustu helgina í júní 2008 og 2009

Ingólfsfjall, vestan Selfoss

Hellisheiði

Sandskeið

Árvellir, Kjalarnesi

Hvalfjarðargöng

2008

2009

Mismunur

2008

2009

Mismunur

2008

2009

Mismunur

2008

2009

Mismunur

2008

2009

Mismunur

13124

13697

4,4%

12188

13117

7,6%

14009

14298

2,1%

11553

13201

14,3%

9199

10635

15,6%

10955

12853

17,3%

10418

12422

19,2%

11803

13475

14,2%

8612

9014

4,7

6432

6733

4,7%

12709

13288

4,6%

11212

13024

16,2%

13571

14813

9,2%

10023

11899

18,7

7869

9515

20,9%

36788

39838

8,3%

33818

38563

14,0%

39383

42586

8,1%

30188

34114

13

23500

26883

14,4%