21 Mars 2009 12:00
Embætti ríkislögreglustjóra hefur frá upphafi árs 2007 haft fulltrúa hjá Europol í Haag. Fulltrúinn hefur unnið að lögreglusamvinnu á milli landa er varða m.a. skipulagða glæpastarfsemi og komið að málum eins og skútumálinu á Fáskrúðsfirði, amfetamínverksmiðjumálinu í Hafnarfirði, auk annarra mála. Þá hefur hann annast milligöngu um námskeið sem Europol hefur haldið fyrir lögreglumenn.
Meginmarkmið fulltrúans á árinu 2008 var að tengja brotastarfsemi á Íslandi betur við upplýsingakerfi á vettvangi Evrópusamstarfsins með því að skrá þær inn í gagnagrunna Europol og greina í ljósi fyrirliggjandi alþjóðlegra upplýsinga þar. Fulltrúinn vann að 27 málum á síðasta ári er snúa að tengslum Íslands við skipulagða brotastarfsemi eins og hún er skilgreind af ESB.
Almenn útgáfa skýrslunnar má nálgast hér.