2 Desember 2008 12:00
Ársskýrsla peningaþvættisskrifstofu ríkislögreglustjóra fyrir árið 2007 er komin út. Ársskýrsla þess i er unnin með vísan til 13. gr. reglugerðar nr. 626/2006 um meðhöndlun tilkynninga um ætlað peningaþvætti. Samkvæmt reglugerðarákvæðinu skal peningaþvættisskrifstofa varðveita og birta árlega upplýsingar um fjölda tilkynninga um grunsamleg viðskipti, hvernig tilkynningum er fylgt eftir, fjölda tilvika sem rannsakaður er, fjölda einstaklinga sem eru saksóttir eða dæmdir fyrir peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka, verðmæti og tegund eigna sem hafa verið kyrrsettar eða lagt hald á grundvelli laga um meðferð opinberra mála eða gerðar upptækar á grundvelli almennra hegningarlaga.