12 September 2008 12:00
Í gærkvöldi framkvæmdi lögreglan á Akureyri húsleit hjá pari á þrítugsaldri vegna gruns um fíkniefnamisferli. Þar var lagt hald á 3 grömm af hassi og 1 gramm af amfetamíni auk tækja og tóla til fíkniefnaneyslu.
Í öðru óskyldu máli voru síðan tvær konur á þrítugsaldri handteknar í gærkvöldi einnig vegna gruns um fíkniefnamisferli. Við húsleit hjá þeim í framhaldinu var hald lagt á um 32 grömm af Amfetamíni og um 70 grömm af kannabisefnum auk tækja og tóla til fíkniefnaneyslu. Allir þessi aðilar voru látnir lausir að yfirheyrslum loknum.
Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.