3 Ágúst 2008 12:00
Hátíðarhöld Einnar með öllu gengu vel fyrir sig í gær og í nótt og engin alvarleg mál komu upp. Eitt umferðaróhapp varð í gær er bifreið var ekið af Drotningarbraut inn á afleggjarann að Flugstöðinni með þeim afleiðingum að hún valt í beygjunni og hafnaði úti í skurði. Tveir ungir menn voru í bifreiðinni og slösuðust þeir ekki. Þeir eru grunaðir um að hafa verið undir áhrifum áfengis og vímuefna. Þar fyrir utan urðu nokkrir smáárekstrar en engin slys á fólki.
Skemmtanahald fór vel fram og engin alvarleg mál komu á borð lögreglu. Nokkrir sem hvíldar voru þurfi gistu fangageymslur en að öðru leiti gekk næturlífið vel og lítið var um óspektir.