1 Júlí 2008 12:00
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, heimsótti embætti ríkislögreglustjóra í dag, 1. júlí 2008.Stjórnendur ríkislögreglustjóraembættisins áttu fund með ráðherra, ráðuneytisstjóra og aðstoðarmanni og fóru yfir helstu verkefni lögreglunnar í nútíð og framtíð. Ráðherra heimsótti deildir embættisins, spjallaði við starfsmenn og kynnti sér starfsemina.
Í höfuðstöðvum embættisins að Skúlagötu 21 kynnti ráðherra sér alþjóðadeild, greiningardeild, efnahagsbrotadeild, sérsveit og stjórnsýslusvið. Að því loknu fór forsætisráðherrann í heimsókn í Skógarhlíð 14, þar sem hann kynnti sér starfsemi embættisins sem þar er til húsa, samhæfingarstöð, almannavarnir og fjarskiptamiðstöð.
Að sögn Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra var um vel heppnaða heimsókn forsætisráðherra að ræða.Nánari upplýsingar veitir:Sigríður B. Guðjónsdóttir, aðstoðarríkislögreglustjóri.Sími: 444 2500sbg@rls.is