11 Júní 2008 12:00
Tollgæslan á Seyðisfirði fann talsvert magn af ætluðu hassi í húsbíl sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar í gær 10. 06. Um var að ræða samstarfsverkefni hennar, Tollgæslunnar í Reykjavík og lögreglunnar á Seyðisfirði og naut aðstoðar lögreglunnar á Akureyri. Einn karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 09. júlí n.k. í Héraðsdómi Austurlands. Málið verður sent til framhaldsrannsóknar hjá lögreglustjóraembættinu á höfuðborgarsvæðinu.