5 Ágúst 2007 12:00
Töluverður erill var hjá lögreglunni í nótt vegna óláta og slagsmála í Herjólfsdal. Lögreglumenn voru í mörgum tilvikum beðnir að aðstoða gæslumenn í Dalnum vegna aðila sem voru þar til vandræða. Í flestum tilvikum tókst að leysa úr þessum ágreningi án eftirmála. Þrír gistu fangageymslu sl. nótt.
5 fíkniefnamál komu upp í gærkvöldi og nótt í Eyjum. Í tveim þessara mála var um að ræða LSD, kannabis og kokaín. Á aðila fundust 14 skammtar af LSD. Grunur leikur á að efnin hafi verið ætluð til sölu. Í tveim tilvikum fundust efni á víðavangi og þá var aðili handtekinn þegar hann gleypti fíkniefni er lögreglumenn voru að hafa afskipti af honum. Hann viðurkenndi að hafa gleypt LSD og kókaín. Hann gisti fangageymslu í nótt.
Tvær líkamsárásir voru kærðar. Í báðum tilvikum er ekki vitað um gerendur en ekki var um mikla áverka að ræða en þó þurftu báðir þessara aðila að leita læknisaðstoðar.
Enn er búist við að fjölgi gestum á Þjóðhátíð þar sem flogið verður stanslaust frá Bakkaflugvelli og Herjólfur fer eina ferð í dag.