28 Ágúst 2007 12:00
Leitarmenn sem voru að störfum á og við Svínafellsjökul í dag eru á leið til síns heima. Ekkert fannst sem gaf tilefni til frekari leitar.
Tilefni leitarinnar í dag var að lítill bakpoki og plastpokar fundust í gær með búnaði sem tilheyrir þeim Thomasi og Matthias en þeirra hefur verið leitað undanfarna viku á svæðinu. Búnaðurinn fannst við enda Svínafellsjökuls undir grjóthleðslu sem gefur til kynna að mennirnir hafi skilið hann eftir áður en þeir lögðu á jökulinn. Var ákveðið að leita svæðið aftur með það í huga að mennirnir hafi farið niður jökulinn í þeim tilgangi að sækja búnaðinn sem þeir skildu eftir en þar var um að ræða létta skó, inniskó, fatnaði (hreinan og óhreinan), hluti klifurbúnaðar og bækur.
Flogið var með hóp leitarmanna frá Björgunarfélagi Hornafjarðar upp á jökulinn og fóru þeir sem leið lá niður jökulinn frá því svæði sem tjaldbúðirnar stóðu og að þeim stað sem búnaðurinn var geymdur.
Að leitinni í dag komu menn frá Ríkislögreglustjóra, Björgunarfélagi Hornafjarðar og Lögreglustjóranum á Eskifirði ásamt áhöfn þyrlu Landhelgisgælunnar TF-EIR.
Ríkislögreglustjórinn
Slysavarnafélagið Landsbjörg
Lögreglustjórinn á Eskifirði