23 Febrúar 2021 17:59
Engin virk COVID smit eru í fjórðungnum.
Gott ástand er í samfélaginu, nær engin ný smit að greinast. Veiran er þó enn til staðar að mati okkar færustu sérfræðinga. Bólusetningar ganga vel og tilslakanir innanlands taka gildi á morgun samkvæmt nýrri reglugerð; https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Rg.%20Takm%c3%b6rkun%20%c3%a1%20samkomutakm%c3%b6rkunum%2024.%20feb.pdf
Margt það sem við höfum lagt á okkur á COVID tímanum, s.s. takmarkanir á hópamyndun og breytt hegðun, er talið skýra fækkun öndunarvegasýkinga árið 2020 sem aftur er talin ástæða mikið minni sýklalyfjanotkunar það ár, sjá talnabrunn landlæknis: Talnabrunnur_Januar_2021.pdf (landlaeknir.is) Þá hefur hin árlega inflúensa ekki herjað á okkur enn.
Gleðjumst því, enda tilefni til, en höldum vöku okkar. Förum sem fyrr eftir gildandi leiðbeiningum og reglum. Reynum líka í sameiningu að draga lærdóm af COVID-reynslunni, íhugum hvort og hvað af því sem hún kenndi okkur við viljum þróa og jafnvel festa í sessi í samfélaginu. Við erum á þessum góða stað vegna samráðs og samvinnu okkar allra. Höldum því áfram og alla leið.