11 Febrúar 2021 18:46
Lögreglan á Austurlandi hefur á undanförnum vikum stöðvað tvær kannabisræktanir í umdæminu. Hald var lagt á nokkuð magn fíkniefna auk skotvopns. Fjármunir af ætlaðri fíkniefnasölu voru og haldlagðir. Tveir voru handteknir og hafa báðir játað framleiðslu á kannabis. Málin eru í rannsókn
Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800 5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Síminn er vaktaður og því er tryggt að upplýsingar berast fljótt og vel til viðkomandi lögregluembætta. Sömuleiðis er hægt að koma upplýsingum á framfæri á netfangið info@rls.is og er þeim komið til þeirra lögregluliða sem málið varðar. Netfangið er vaktað allan sólarhringinn, líkt og fíkniefnasíminn