29 Desember 2020 13:57
Í síðustu viku slösuðust þrír vegfarendur í þremur umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 20. – 26. desember, en alls var tilkynnt um 31 umferðaróhapp í umdæminu.
Sunnudaginn 20. desember kl. 1.11 missti ökumaður á leið suður Elliðavatnsveg, norðvestan við Vífilsstaðavatn, stjórn á bifreið sinni, sem hafnaði utan vegar og valt á toppinn. Mikil hálka var á vettvangi. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild.
Tvö umferðarslys voru tilkynnt laugardaginn 26. desember. Kl. 9.50 rakst ruðningstönn vörubifreiðar (snjóruðningstækis) utan í fólksbifreið á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði, sem við það snerist á veginum. Þetta var sunnan gatnamótanna við Hjallabraut, en þar þrengist akbrautin. Ökumaður fólksbifreiðarinnar var fluttur á slysadeild. Og kl. 23.01 missti ökumaður á leið norður Reykjanesbraut, á afrein að Álfabakka, stjórn á bifreið sinni, sem hafnaði utanvegar og á tré. Snjóþekja og hálka var á veginum. Aðstandendur, sem höfðu mætt á vettvang, fluttu ökumanninn á slysadeild.
Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.