23 Desember 2020 15:12
Ekkert Covid-smit er á Austurlandi.
Nú þegar við búum við farsóttarástand í kjölfar náttúruhamfara er mikilvægara en nokkru sinni að gæta vel allra sóttvarna. Munum öll persónulegar smitvarnir; 2m, grímu, handþvott, spritt og síðast en ekki síst tillitssemi og gagnkvæma virðingu. Þá áréttar aðgerðastjórn að í samráði við sóttvarnalækni er ætlast til að allir þeir mikilvægu aðilar sem koma til Austurlands vegna náttúruhamfaranna s.s. til hreinsunar- og uppbyggingarstarfa, sem og fjölmiðlafólk o.fl. fari í Covid-próf áður og fái úr því niðurstöðu.
Að lokum bendir aðgerðastjórn á að allir aðrir sem til Austurlands koma s.s. námsfólk í frí geta nú pantað sér Covid-próf í gegnum heilsuveru. Náist það ekki af einhverjum ástæðum er mikilvægt að fara sérlega varlega.
Förum öll gætilega og gerum þetta saman hér eftir sem hingað til. Gleðilega hátíð.