1 Desember 2020 17:29
Enginn er með virkt COVID smit á Austurlandi.
Aðgerðastjórn vekur athygli á óbreyttum sóttvarnareglum til 9. desember. Ástandið þykir enn tvísýnt og því ekki efni til breytinga að svo stöddu.
Í ljósi fjölda smita er enn biðlað til íbúa að fara ekki milli landsvæða nema af brýnni nauðsyn. Þá brýnir aðgerðastjórn fyrirtæki til hins sama, að gæta að því að senda ekki starfsmenn milli svæða nema aðrar lausnir standi ekki til boða. Í öllum tilvikum þegar svo háttar til þurfa ferðalangar að huga að sóttvörnum í einu og öllu, halda fjarlægð, nota grímu þar sem það er áskilið, stunda handþvott sem aldrei fyrr og muna að spritta.
Að endingu er vakin athygli á leiðbeiningum sóttvarnaryfirvalda og beinast að jólum og áramótum. Jól og áramót 2020 (covid.is)
Stöndum vaktina áfram og böslum þetta saman.