Mynd úr safni frá Keflavíkurflugvelli.
11 Nóvember 2020 16:09

Landamærasvið ríkislögreglustjóra hefur komið upp upplýsingagátt á logreglan.is þar sem almenningur getur kynnt sér gildandi takmarkanir á ferðalögum þriðja-ríkis borgara til Íslands vegna COVID-19. Einnig er á síðunni að finna upplýsingar um öll þau gögn og eyðublöð sem ferðamenn þurfa að hafa með sér við komuna til landsins.

Upplýsingarnar eru settar fram svo að þeir sem þurfa að ferðast til landsins á meðan ferðatakmarkanir eru í gildi geti með auðveldum hætti nálgast allar nauðsynlegar upplýsingar um hvaða reglur séu í gildi, hverjir séu undanþegnir ferðatakmörkunum og þá hvaða gögn þurfi að framvísa á landamærum við komu.

Upplýsingarnar eru aðgengilegar á íslensku og ensku. Eyðublöð eru aðeins á ensku.