9 Mars 2007 12:00
Á undanförnum árum hefur embætti ríkislögreglustjóra beitt sér fyrir því að komið verði upp neti fíkniefnaleitarhunda í lögregluumdæmunum og auknu samstarfi við tollgæsluna um leit að fíkniefnum. Á árinu 2004 voru settar sérstakar reglur til að treysta þessa starfsemi og til að auka yfirsýn á viðfangsefnin á hverjum stað.
Reglur þessar hafa nú verið endurskoðaðar í ljósi reynslunnar og munu nýjar reglur ríkislögreglustjóra um fíkniefnaleitarhunda lögreglunnar, þjálfun þeirra og þjálfara, taka gildi 15. þ.m. Á meðal breytinga sem gerðar eru má nefna að þjálfun fíkniefnaleitarhunda og stjórnenda þeirra fellur nú undir Lögregluskóla ríkisins sem jafnframt gefur út starfsleyfi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Fíkniefnaleitarhundar eru nú í umdæmum eftirtalinna lögreglustjóra: Akureyri, Borgarnesi, Eskifirði, Höfuðborgarsvæðinu, Ísafirði og Vestmannaeyjum.
Þá er verið að þjálfa upp hunda fyrir lögregluembættin á Blönduósi og Selfossi.