3 Október 2020 18:26
Einn er enn í einangrun á Austurlandi vegna COVID smits. Staðan að öðru leyti óbreytt.
Aðgerðastjórn hvetur sem fyrr til varkárni í hvívetna í því ótrygga ástandi sem nú ríkir, að gæta að og fylgja fjarlægðarreglu, muna handþvott og sprittnotkun.
Þá vekur hún athygli á þeim nýju og hertu sóttvarnarreglum sem fyrirhugaðar eru af hálfu stjórnvalda, en þær munu að líkindum kynntar á morgun og gert ráð fyrir að taki gildi á mánudag.
Höfum varann áfram á og hjálpumst að við að komast í skjól á þessum undarlegu tímum.