27 Janúar 2007 12:00
Kl. 08:45 var tilkynnt að eldur væri hugsanlega laus um borð í vöruflutningavél, með tveggja manna áhöfn, frá Icelandair Cargo og að vélin myndi lenda á Egilsstaðaflugvelli. Viðvörunarljós hafði kviknað um borð í vélinni, Boeing 575-200, sem gaf til kynna að eldur væri laus í farangursrými. Allt tiltækt lið lögreglu, slökkviliðs og björgunarsveita á Héraði og nágrenni var ræst út og sama lið í Fjarðarbyggð sett í viðbragðsstöðu. Vélin lenti heilu og höldnu rúmlega 09:00 og við skoðun kom í ljós að enginn eldur var um borð. Við svo búið var hættuástandi aflýst. Vélin var að koma frá Jönköbing í Svíþjóð með vörur frá Husquarna.