14 Desember 2006 12:00
Karlmaður á fertugsaldri og kona um tvítugt voru handtekinn við komu Norrænu til Seyðisfjarðar í gærmorgun. Þau framvísuðu fölsuðum ítölskum skilríkum við landamæra- eftirlit. Við yfirheyrslu hjá lögreglu viðurkenndu þau að skilríkin væru fölsuð með þeim hætti að myndir af þeim hefðu verið settar inní skilríki annarra einstaklinga.
Í gærkvöldi voru þau færð fyrir Héraðsdóm Austurlands þar sem þau voru dæmd í 30 daga óskilorðsbundið fangelsi. Þau munu hefja afplánun strax.