22 Desember 2006 12:00
Skýrsla ríkislögreglustjóra um afbrotatölfræði fyrir árið 2005 er komin út.
Helstu niðurstöður eru að mun færri hegningarlagabrot voru skráð á árinu 2005 samanborið við árin á undan. Er þar bæði um fækkun brota að ræða en einnig fækkun vegna breyttrar skráningar. Umferðarlagabrotum fækkar nokkuð á milli ára. Annars vegar vegna breytinga í skráningu umferðaróhappa og hins vegar vegna fækkunar brota á reglum um skoðun ökutækja. Fíkniefnabrotum fjölgaði hins vegar verulega árið 2005 samanborið við meðalfjölda brota síðustu fimm árin þar á undan.
Skýrsluna má nálgast hér.