8 Maí 2020 18:07
Tveir eru enn í sóttkví á Austurlandi vegna COVID-19 faraldursins. Enginn er í einangrun.
Aðgerðastjórn á Austurlandi áréttar að tveggja metra reglan er enn við lýði sem og hætta á smiti, krosssmiti og sóttkví í kjölfarið. Stjórnin vekur athygli starfsmanna fyrirtækja og stofnana sérstaklega á að gæta áfram varúðar, að breyta ekki skipulagi sem sett hefur verið og miðar að því að forðast smit, ekki fyrr en ráðleggingar sóttvarnayfirvalda gefa tilefni til.
Höldum áfram að gera þetta saman og fylgja leiðbeiningum.