29 Desember 2006 12:00
Þóri Oddssyni vararíkislögreglustjóra var í dag veitt heiðursviðurkenning í tilefni af starfslokum hans hjá embættinu en hann hefur starfað hjá embættinu frá stofnun þess 1. júlí 1997. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri þakkaði Þóri fyrir samstarfið og afhenti honum heiðurspening úr gulli fyrir framlag til löggæslumála í landinu. Heiðurspeningurinn var gefinn út af ríkislögreglustjóra í tilefni af 200 ára afmæli hinnar einkennisklæddu lögreglu árið 2003 og var hann sleginn í númeruðum 50 eintökum. Þórir fékk heiðurspening númer 3.
Áður hafa hlotið til eignar slíkan heiðurspening Sólveig Pétursdóttir, fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra og Sigurjón Sigurðsson fyrrverandi lögreglustjóri í Reykjavík auk þriggja erlendra einstaklinga.
Sjá yfirlit yfir starfsferil Þóris hér.