21 Apríl 2020 16:28
Tveir eru enn í einangrun af þeim átta sem smitast hafa á Austurlandi. Fjórtán eru í sóttkví.
Aðgerðastjórn á Austurlandi hefur haft af því áhyggjur að með hækkandi sól muni óheftur ferðamannafjöldi erlendis frá óhjákvæmilega auka smithættu á svæði sem er viðkvæmt fyrir. Því er það mat aðgerðastjórnar að tillaga sóttvarnalæknis um tímabundna fjórtán daga sóttkví ferðamanna sé mikilvæg og þörf ráðstöfun að svo komnu máli.